Flokkstjórar í vinnuskóla Flóahrepps 2024

Flóahreppur óskar eftir að ráða flokkstjóra í vinnuskóla Flóahrepps.


Leitað er eftir öflugum einstaklingum sem eiga auðvelt með samskipti og hafa gaman að því að starfa með unglingum og ungmennum.

Flokkstjórar undirbúa, skipuleggja og stýra sumarvinnu unglinga í sveitarfélaginu og vinna með umsjónarmanni fasteigna og húsvörðum á fasteinasviði sveitarfélagsins.


Vinnuskólinn sinnir umhirðu, ræktun, viðhaldi og fleiri verkefnum, oft í tengslum við félagsheimili, skólalóð, íþrótta- og útivistarsvæði. Verkefnin geta verið nokkuð fjölbreytt svo sem að gróðursetja, slá og raka, hreinsa beð, grisja skóg, mála, tína rusl, sópa, þrífa, smíða og leggja hellur, grasþökur eða göngustíga. Einnig hefur verið samstarf við leikskólann Krakkaborg og hafa starfsmenn vinnuskólans fengið að spreyta sig í starfi innan leikskólans. 


Helstu verkefni:
• úthluta verkefnum og leiðbeina um vinnubrögð
• skipuleggja og stýra verkefnum og daglegu skipulagi
• gæta að og ganga frá áhöldum og vélum sem notuð eru
• samskipti við forráðamenn
• utanumhald og skila á vinnuskýrslum

Hæfniskröfur:
Flokkstjóri í vinnuskóla þarf að vera fær í samskiptum ásamt því að geta verið unglingum góð fyrirmynd. Vinnusemi, stundvísi og sjálfstæði í starfi eru jafnframt mikilvægir kostir. Gerð er krafa um að flokkstjóri hafi náð 18 ára aldri.
Ekki er gerð formleg krafa um menntun til að gegna starfi flokkstjóra í vinnuskóla en reynsla af starfi með unglingum er æskileg. Sveitarfélagið getur boðið starfsmanni upp á námskeið í skyndihjálp og vinnuvernd.


Starfstími:
Vinnuskólinn starfar í 7 vikur á tímabilinu 5. júní – 26. júlí en starfstími flokkstjóra getur orðið allt að 3 vikum lengri við slátt og aðra umhirðu á lóðum sveitarfélagsins. Möguleiki er á einhverri aukavinnu um helgar ef áhugi er á því. Sveigjanlegur vinnutími þann tíma sem vinnuskóli unglinga er ekki starfandi.


Umsóknir ásamt ferilskrá berist skrifstofu Flóahrepps á netfangið floahreppur@floahreppur.is. Nánari upplýsingar hjá sveitarstjóra í síma 480 4370.