17. júní í Flóahreppi

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur í Flóahreppi. Kvenfélögin og Ungmennafélagið Þjótandi standa að mestu að hátíðarhöldunum en með aðkomu og stuðningi sveitarfélagsins.

Á góðviðrisdögum er notast við útivistarsvæði Þjótanda í Einbúa sem er fallegt og gróið svæði við Hvítá. Keyrt er upp Oddgeirshólaveg, ekið hægra megin við klettana og þar er aðkoman að svæðinu. Mikilvægt er að loka hliðum ef komið er að þeim lokuðum. Ef veður er ekki hagstætt til útiveru á 17. júní eru hátíðarhöld færð inn í eitt af félagsheimilum sveitarfélagsins.

Hér eru myndasöfn frá 17. júní fyrri ára:

17. júní 2019

17. júní 2018