Deiliskipulag

Deiliskipulag byggir á Aðalskipulagi og er skipulag gert fyrir einstök hverfi og byggingasvæði.

Í deiliskipulagi er gerð nákvæm grein fyrir notkun lands, nýtingarhlutfalli reita, húsagerð, til högun umferðakerfis, lóða og byggingareita. Þannig nær deiliskipulag til afmarkaðs svæðis sem myndar heildstæða einingu svo sem hverfi, hverfishluta, götureits eða húsaþyrpingar. Þar eru sett ákvæði um byggingarheimildir, útfærslu bygginga og frágangs umhverfis.

Í deiliskipulagi eru settir skilmálar um mótun byggðar og umhverfis, svo sem um stærðir, staðsetningu og notkun húsa. Einnig um yfirbragð byggðar, svo sem nánar um útfærslu og hönnun bygginga og efnisnotkun. Byggingarleyfi og framkvæmdaleyfi skulu vera í samræmi við skipulag.

Hægt er að skoða gildandi deiliskipulög í Flóahreppi með því að fara inn á map.is/sudurland og haka í Deiliskipulag.