Sveitarfélögin Árborg, Hveragerðisbær og Flóahreppur tóku höndum saman og unnu að sameiginlegri atvinnumálastefnu á árunum 2024-2025.
Sveitarfélögin hafa löngum átt í nánu og góðu samstarfi og deila sameiginlegum hagsmunum í atvinnumálum. Það er ekki óalgengt að íbúar í einu sveitarfélagi starfi í öðru
innan svæðisins og uppbygging í einu sveitarfélagi er ávinningur fyrir öll.
Atvinnumálastefnan byggist á sameiginlegum markmiðum með hag íbúa svæðisins að leiðarljósi.
Sveitarfélagið Árborg, Hveragerðisbær og Flóahreppur bera sameiginlega ábyrgð á atvinnumálastefnunni. Í þessu samstarfi eru sveitarfélögin, SASS og byggðaþróunarfulltrúi í virku samráði við íbúa og atvinnulíf, til að tryggja að bæði atvinnustefnan og Sóknaráætlun Suðurlands endurspegli raunverulegar þarfir og tækifæri svæðisins.
Atvinnustefna Neðri hluta Árnessýslu 2025-2029
