Kvenfélag Hraungerðishrepps

Kvenfélag Hraungerðishrepps, stofnað 1933
Formaður:
Berglind Björk Guðnadóttir
Ármótsflöt 5
803 Flóahreppur
s: / 8665730
netfang: beggdav@gmail.com  

Kvenfélag Hraungerðishrepps var stofnað 5. mars 1933 af tuttugu og sex konum og hefur það starfað óslitið síðan. Í dag starfa um þrjátíu konur á öllum aldri í félaginu og ávallt eru grunngildin þau sömu: að láta gott af sér leiða, vera til staðar, styðja og styrkja þar sem þörf er hverju sinni.

Kvenfélagið stendur handverksbasar annað hvert ár í samvinnu við hin tvö kvenfélgin í Flóhreppi þar sem allur ágóði fer í fyrirfram ákveðið málefni, nú síðast til tækjakaupa í sjúkrabíla HSU. Á starfssvæði Kvenfélags Hraungerðishrepps hefur ennfremur séð um jólatrésskemmtun fyrir börnin og allir íbúar eldri en 75 ára eru heimsóttir á aðventunni þar sem þeim er afhentur smá glaðningur. Til þess að geta sinnt þessum verkefnum aflar félagið fjár með ýmsum hætti s.s. veitingasölu, dúkaleigu o.fl. Auk þessa tak akonurnar þátt í verkefnum Sambands sunnlenskra kvenna og Kvenfélagasambands Íslands.

Í gegnum tíðina hefur Kvenfélag Hraungerðishrepps staðið fyrir ýmis konar námskeiðum og fyrirlestrum fyrir félagskonur, t.d. í jólakortagerð, ávaxtaútskurði, gamla krosssaumnum og konfektgerð. Á hverju ári er farið í vorferð og á haustin er farið í sumarbústað þar sem kvenfélagskonur gera sér glaðan dag. Þessar ferðir eru alltaf vel sóttar og ríkir mikil ánægja með þær. Einnig hafa konurnar farið í ferðir erlendis, t.d. í jólaferð til Þýskalands.