- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Íslenska gámafélagið (ÍGF) sér um sorphirðu í Flóahreppi.
Við flokkun úrgangs er notast við fjögurra tunnu kerfi. Á hverju heimili er ein tunna fyrir almennt sorp, ein tunna fyrir lífrænan úrgang, ein fyrir pappa og pappír og ein tunna fyrir plast.
SORPHIRÐUDAGATAL 2023 - SMELLIÐ HÉR
Mikilvægt er að vandað sé til verka við flokkun en með því næst mikill umhverfislegur ávinningur.
Grenndarstöð er við félagsheimilið Þingborg en þar er hægt að henda gleri og málmum. Annarri grenndarstöð verður komið upp við Félagslund og verður það auglýst síðar.
Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með leiðbeiningum um flokkun og til hliðar er ítarefni um flokkun og sorphirðu.