Sorphirða og flokkun

Íslenska gámafélagið (ÍGF) sér um sorphirðu í Flóahreppi.

SORPHIRÐUDAGATAL 2024 - SMELLIÐ HÉR

Opnunartímar gámasvæðisins í Hrísmýri eru eftirfarandi:

Mánudaga – föstudaga: 13:00-17:00

Athugið að sú breyting hefur orðið á þjónustu ÍGF að ekki er opið á laugardögum.

Sjá nánar hér: https://gamafelagid.is/starfsstod/islenska-gamafelagid-sudurlandi/

Þjónusta á starfsstöð er eftirfarandi: almennt sorp, grófur úrgangur, hreint og litað timbur, pappi og pappír, plast, járn og málmar, spilliefni og steinefni.

Hafi íbúar áhuga á að panta til sín gáma á eigin vegum þá er hægt að hafa samband við ÍGF í síma 482-3371 eða á netfangið igf@igf.is

Við minnum á að íbúar og fasteignaeigendur þurfa að hafa klippikort til að fá að nota gámasvæðið í Hrísmýri gjaldfrjálst. Klippikortin má nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins í Þingborg á opnunartíma.


Við flokkun úrgangs er notast við fjögurra tunnu kerfi. Á hverju heimili er ein tunna fyrir almennt sorp, ein tunna fyrir lífrænan úrgang, ein fyrir pappa og pappír og ein tunna fyrir plast.

Mikilvægt er að vandað sé til verka við flokkun en með því næst mikill umhverfislegur ávinningur.

Grenndarstöðvar eru við félagsheimilin Þingborg og Félagslund en þar er hægt að henda gleri og málmum.

 

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með leiðbeiningum um flokkun og til hliðar er ítarefni um flokkun og sorphirðu.