Félagsheimilin Þingborg og Félagslundur í Flóahreppi bjóða upp á ákjósanlega aðstöðu fyrir hvers kyns viðburði, s.s. veisluhöld, fundi, námskeið, ráðstefnuhald, ættarmót og aðra mannfagnaði. Einnig er hægt nýta sali félagsheimilanna til íþróttaiðkunar.
Félagsheimilin eru ágætlega útbúin og vel staðsett í nágrenni Selfoss.
Fyrirspurnir eru síma 692-8565, virka daga á milli 9:00-14:00, en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á thingborg@gmail.com og er þeim svarað eins fljótt og kostur er.
Í félagsheimilinu Félagslundi er ágæt aðstaða í friðsælu umhverfi og miklu víðsýni.
- Salurinn er hlýlegur og tekur allt að 180 manns í sæti. Einnig er minni hliðarsalur sem hægt er að nýta fyrir litla viðburði.
- Sýningartjald 3×3 m og þráðlaus nettenging er til staðar. Hljóðkerfi er til staðar sem hentar fyrir fundi og veislur. Fyrir viðburði þar sem notast þarf öflugra hljóðkerfi þarf leigjandi sjálfur að útvega sér hljóðkerfi sem hentar fyrir slíkt.
- Veislueldhús með góðum búnaði, m.a. stórum gufuofni, kælum og fleiru.
- Leyfi fyrir 70 manns í gistingu.
- Húsið er leigt fyrir fundi, veislur, ættarmót og aðra viðburði.
-
Dúkaleiga er á staðnum en dúkar eru leigðir af Kvenfélagi Gaulverjabæjarhrepps og greiðir leigjandi fyrir dúkaleigu.
-
Getum leiðbeint leigjendum vegna kaffiveitinga á fundum en m.a. er hægt að hafa samband við kvenfélögin í Flóahreppi vegna kaffiveitinga:
- Getum aðstoðað við að fá þjónustufólk til starfa í hverskonar veislum og mannfögnuðum. Kvenfélögin í Flóahreppi hafa tekið að sér þjónustu í veislum gegn greiðslu.
- Getum leiðbeint leigjendum um veitingar á stærri samkomum en m.a. er hægt að hafa samband við kvenfélögin í Flóahreppi vegna veitinga.
Verið velkomin í Félagslund
