Héraðsskjalasafn

Héraðsskjalasafn Árnesinga var stofnað 15. nóvember 1985. Umdæmi safnsins er Árnessýsla og sveitarfélögin innan sýslunnar sem eru átta talsins: Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerði, Sveitarfélagið Árborg og Sveitarfélagið Ölfus.
Í meginatriðum er hlutverk Héraðsskjalasafns Árnesinga tvíþætt, annars vegar stjórnsýslulegt hlutverk og hins vegar menningarlegt hlutverk.
Stjórnsýslulega hlutverk skjalasafnins er að varðveita skjöl sveitarfélaga sýslunnar, bæði hinna fornu hreppa, sem voru 18, og þeirra átta sveitarfélaga sem nú eru til staðar. Sveitarfélögunum og undirstofnunum þeirra ber skylda til að afhenda safninu öll skjalasöfn sín. Skjalasafnið hefur jafnframt eftirlitsskyldu gagnvart sveitarfélögunum og vinnur náið með starfsfólki sveitarfélagana að því að gera skjalavörslu þeirra öruggari, skilvirkari og ódýrari. Menningarlega hlutverk skjalasafnsins er að varðveita og efla þekkingu á sögu Árnessýslu. Skjalasöfn félaga, fyrirtækja og ekki síst einstaklinga varpa ljósi á ýmsa þætti í sögu sýslunnar. Skjalasafnið tekur við einkaskjalasöfnum, skráir og tryggir aðgengi almennings að skjalasöfnunum.

Héraðsskjalasafn Árnesinga
Austurvegur 2
800 Selfoss
Heimasíða: Héraðsskjalasafn Árnesinga