Gæludýrahald

Í Flóahreppi er í gildi samþykkt um hundahald sem umráðamönnum hunda í Flóahreppi er skylt að fara eftir auk þess að fara að lögum og reglugerðum sem gilda um hundahald.

Ekki eru í gildi sérstakar samþykktir um kattahald en umráðamönnum katta í Flóahreppi er skylt að fara a lögum og reglugerðum sem gilda um kattahald.

 

Hundafangari í Flóahreppi starfar skv. samþykktum um hundahald, lögum og reglugerðum

Hundafangari: Ragnar Sigurjónsson 820 3565

 

Upplýsingar um týnda eða villta hunda, ketti og kanínur má t.d nálgast á eftirfarandi facebooksíðum:

Bændur í Flóahrepp

Villikettir á Suðurlandi


Á Íslandi gilda lög nr. 55/2013 um velferð dýra og útfrá þeim lögum gildir  reglugerð nr. 80/2016 um velferð gæludýra. Í lögunum kemur fram að skylt er að fara vel með dýr og ber umráðamaður ábyrgð á að annast sé um þau í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um velferð dýra.

Ráðherra fer með yfirstjórn mála er varða velferð dýra en framkvæmd stjórnsýslunnar er að öðru leyti í höndum Matvælastofnunar sem hefur eftirlit með því að ákvæðum laga þessara sé framfylgt.

Leiki grunur á að meðferð á dýrum brjóti gegn lögum eða reglugerðum skal sá sem verður þess var tilkynna það Matvælastofnun eða lögreglu svo fljótt sem auðið er. Sé mál tilkynnt lögreglu skal hún tilkynna Matvælastofnun um það sem kannar svo hvort tilkynning sé á rökum reist.

Samkvæmt ofangreindum lögum er skylt að einstaklingsmerkja kanínur, ketti, hunda, geitur, hross, nautgripi, sauðfé og svín. Í reglugerð nr. 80/2016 kemur fram að umráðamanni hunda, katta og kanína er skylt að auðkenna öll dýr innan 12 vikna aldurs með einstaklingsörmerki skv. alþjóðlegum ISO-staðli. Samtímis skal örmerkjanúmerið skráð í miðlægan gagnagrunn sem er samþykktur eða rekinn af Matvælastofnun. Umráðamanni ber að tryggja að upplýsingarnar séu réttar á hverjum tíma. Umráðamaður ber allan kostnað af merkingu og skráningu dýra sinna. Í sömu reglugerð kemur fram að hundar og kettir sem fara út skulu frá fjögurra mánaða aldri bera hálsól með merki þar sem fram koma eigendaupplýsingar svo sem nafn og símanúmer umráðamanns.

Strax og umráðamaður dýrs verður þess var að gæludýr sleppur úr haldi skal hann gera ráðstafanir til að finna dýrið og handsama það.

Ávallt skal, eins fljótt og auðið er, leitað eftir örmerki dýrs sem fangað hefur verið. Ef ekki næst í umráðamann eða dýrið er ómerkt skal dýr án flutt í dýraaðstöðu.

Sveitarfélögum er heimilt að fela utanaðkomandi að handsama dýr og sem og að uppfylla aðrar skyldur laga og reglugerða um velferð dýra. Á þetta við um dýr sem strjúka eða sleppa úr haldi og upplýsingar berast um að umráðamenn hafi ekki sjálfir gert ráðstafanir til að handsama þau eins og þeim er skylt að gera. Sveitarfélögum er heimilt að innheimta allan áfallinn kostnað úr hendi umráðamanns komi til þess að handsama þurfi dýr sem umráðamaður sinnir ekki.