Hvatagreiðslur

Foreldrar barna og ungmenna á aldrinum frá og með 5 ára og að 18 ára aldri sem lögheimili eiga í Flóahreppi geta sótt um hvatagreiðslur. 

Skilyrt er að um sé að ræða skipulagt starf sem stundað er undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda og nær yfir eina önn eða að lágmarki 10 vikur. 

Þetta á t.d. við um allt íþróttastarf sem stundað er á vegum viðurkenndra íþróttafélaga, dans í dansskólum, listgreinar og skátastarf og einnig sumarnámskeið sem eru að lágmarki 10 skipti.

Tónlist og tónlistarnám falla ekki undir niðurgreiðslu æfingagjalda enda rekstur tónlistaskóla styrktur af sveitarfélaginu með öðrum leiðum.


Starfsemi sem ekki telst styrkhæf er starfsemi trúfélaga, önnur en kórastarf og annarra lífsskoðunarfélaga, stjórnmálasamtaka og viðvera eftir skóla. 

Meginmarkmið með hvatagreiðslum er að auðvelda börnum og ungmennum úr Flóahreppi að sinna íþrótta- lista- og tómstundastarfi.
Hvatagreiðslum er ætlað að greiða niður æfingar- eða þátttökugjöld og auðvelda foreldrum/forráðamönnum barna/ungmenna að gera þeim kleift að stunda skipulagða íþrótta-lista- og tómstundaiðkun.

Greiðslur skulu að hámarki nema þeirri upphæð sem sveitarstjórn ákveður á hverjum tíma.

Sjá nánar í reglum um hvatagreiðslur: 

Reglur um hvatagreiðslur

Hér fyrir neðan er hægt að senda inn umsókn um hvatagreiðslur. Sækja þarf um fyrir 1. apríl fyrir hverja vorönn og fyrir 1. nóvember fyrir hverja haustönn. 

Umsókn um hvatagreiðslur

Nafn og kt. félags Dagsetning greiðslu Æfingatímabil Nafn og kennitala iðkanda