Íþrótta- æskulýðs- og menningarnefnd

Íþrótta- æskulýðs- og menningarnefnd

Stjórnskipuleg staða

Nefndin heyrir undir sveitarstjórn. Verksvið nefndarinnar eru að vera sveitarstjórn til ráðuneytis í íþrótta- og æskulýðsmálum og hafa frumkvæði að tillögugerð á því sviði til sveitarstjórnar. Nefndin skal vera sveitarstjórn til ráðuneytis í menningarmálum og hafa frumkvæði að tillögugerð á því sviði til sveitarstjórnar og hafa umsjón með menningarviðburðum.

Skipun nefndar

Í íþrótta- æskulýðs- og menningarnefnd eiga sæti fimm fulltrúar sem sveitarstjórn kýs til fjögurra ára að afloknum sveitarstjórnarkosningum samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga. Á sama hátt eru kjörnir fimm fulltrúar til vara. Sveitarstjórn kýs formann nefndarinnar en á fyrsta fundi sínum kýs nefndin varaformann og ritara.

Sveitarstjóri getur setið fundi nefndar sé þess óskað eða þegar þurfa þykir með málfrelsi og tillögu rétt.

Hlutverk íþrótta- æskulýðs- og menningarnefndar

Nefndin hefur faglega umsjón með málefnum er varða íþrótta- og æskulýðsmál í sveitarfélaginu ásamt menningartengdum verkefnum og viðburðum. Nefndin skal starfa í anda stefnu, framtíðarsýnar, hlutverka og gilda Flóahrepps með hliðsjón af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Ráðstöfunarfé nefndarinnar er það fjármagn sem sveitarstjórn ákveður fyrir málaflokkinn í fjárhagsáætlun ár hvert og einnig styrkir sem nefndinni tekst að afla vegna viðburða á vegum nefndarinnar.

Erindisbréf nefndar má nálgast hér á síðunni.

Hér má sjá fundargerðir íþrótta- æskulýðs- og menningarnefndar

9. fundur 2. febrúar 2024 - sækja á PDF formi

8. fundur 22. nóvember 2024 - sækja á PDF formi

7. fundur 23. október 2023 - sækja á PDF formi

6. fundur ágúst 2023 - sækja á PDF formi

5. fundur júní 2023 - sækja á PDF formi

4. fundur - maí 2023 - sækja á PDF formi

3. fundur febrúar 2023 - sækja á PDF formi

2. fundur nóvember 2022 - sækja á PDF formi

1. fundur september 2022 - sækja á PDF formi