Álagningarseðill

Álagningarseðill er aðgengilegur undir mínum síðum á www.island.is 

Á álagningarseðli má finna ýmis gjöld sem geta samanstaðið af eftirfarandi liðum:

  • Fasteignaskatti
  • Lóðarleigu
  • Seyrulosunargjaldi
  • Vatnsgjaldi
  • Sorphirðugjaldi
  • Sorpeyðingargjaldi

Það er misjafnt hvaða gjöld fasteignaeigendur greiða sem tengjast fasteigninni þeirra og fer það alfarið eftir þjónustunni sem þeir kaupa af sveitarfélaginu hvaða liðir eru á álagningarseðli.

Fasteignaskattur er skattur sem lagður er á fasteignir í samræmi við lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og tekur álagningarhlutfall fasteignaskatts mið af nýtingu húsnæðisins. Sé fasteign nýtt til ferðaþjónustu ber að skattleggja eign með fasteignum sem falla undir c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995. Þetta er skattur ekki þjónustugjald. Skatturinn er meðal annars notaður til að greiða til Brunavarna Árnessýslu og Almannavarna, skatturinn fer einnig í sameiginleg verkefni sveitarfélaga s.s. söfn, Umhverfis- og tæknisvið þar sem skipulags- og byggingarfulltrúar starfa. Skatturinn fer einnig í samlag um seyru sem sveitarfélagið er í með Uppsveitunum og Ásahreppi þar sem seyran úr sveitarfélögunum er unnin sem áburður og nýtt við uppgræðslu í samvinnu við Landgræðslu Ríkisins. Jafnframt fer skatturinn í að halda úti skrifstofu sveitarfélagsins. 

Vatnsgjald er þjónustugjald sem innheimt er af sveitarfélaginu fyrir kaldavatnsnotkun frá vatnsveitu sveitarfélagsins. Gjaldið á að standa undir rekstri veitnanna.

Sorphirðugjald er þjónustugjald sem þeir sem eru með sorpílát greiða. Allir íbúar greiða fyrir fjórar tunnur en geta valið mismunandi stærðir og fara gjöldin eftir stærðum íláta. 

Sorpeyðingargjald eða fast gjald er þjónustugjald sem allir fasteignaeigendur greiða og skal standa undir rekstri á grenndarstöðvum, gámasvæði og almennri sorpeyðingu í sveitarfélaginu. 

Seyrulosunargjald er þjónustugjald sem er rukkað árlega en rotþrær í sveitarfélaginu eru hreinsaðar á þriggja ára fresti. Þetta gjald stendur undir hreinsun á rotþróm og holræsum á þriggja ára fresti.