Vinnuskóli Flóahrepps

Flóahreppur starfrækir vinnuskóla á sumrin í 7 vikur á tímabilinu frá byrjun júní og framyfir miðjan júli. Flokkstjórar vinnuskólans halda utanum skipulag og stjórnun vinnuskólans og starfa lengur en ungmenni í vinnuskólanum við umhirðu á lóðum sveitarfélagsins og önnur tilfallandi störf.

Vinnuskólinn er opinn fyrir unglinga sem eiga lögheimili í Flóahreppi. Verkefnin eru fjölbreytt og aðalstarfsstöðvarnar þrjár, við Þingborg, Þjórsárver/Flóaskóla og Félagslund. Auk þess hafa eldri borgarar haft möguleika á að panta þjónustu vinnuskólans heim á bæi og svo verður áfram eftir því sem tími gefst.

Sumarið 2024 eiga unglingar fæddir 2008-2010 kost á vinnu í 6 vikur frá klukkan 9:00-15:00, mánudaga-fimmtudaga og þeir sem fæddir eru 2011 eiga kost á vinnu í 2 vikur í samráði við flokkstjóra.

Umsóknareyðublað vegna starfs við vinnuskólann má finna hér fyrir neðan einnig er hægt að nálgast útprentað eyðublað á skrifstofu Flóahrepps. Athugið að foreldri/forráðamaður þarf að fylla út umsóknina með barni sínu og hefur starfsmaður Flóahrepps samband við foreldri til að staðfesta starf við vinnuskólann.

Umsóknum þarf að skila á netfangið floahreppur@floahreppur.is, hér í umsóknarforminu að neðan eða í afgreiðsluna á skrifstofu Flóahrepps fyrir 10. maí ár hvert. 

Umsóknareyðublað til útprentunar

Umsókn um starf í vinnuskóla Flóahrepps

Þú hefur náð hámarki sendinga á umsóknum í gegnum þennan vafra