Flóahreppur starfrækir vinnuskóla á sumrin í 6-7 vikur á tímabilinu frá byrjun júní og framyfir miðjan júli. Verkstjórar vinnuskólans halda utanum skipulag og stjórnun vinnuskólans og starfa lengur en ungmenni í vinnuskólanum við umhirðu á lóðum sveitarfélagsins og önnur tilfallandi störf.
Vinnuskólinn er opinn fyrir unglinga sem eiga lögheimili í Flóahreppi*. Verkefnin eru fjölbreytt og aðalstarfsstöðvarnar þrjár, við Þingborg, Þjórsárver/Flóaskóla og Félagslund en þó sinna þau ýmsum verkefnum utann þessarar starfsstöðva.
Sumarið 2025 eiga unglingar fæddir 2009-2011 kost á vinnu í 6 vikur mánudaga-fimmtudaga og þeir sem fæddir eru 2012 eiga kost á vinnu í 2 vikur í samráði við verkstjóra.
Verkstjórar í vinnuskóla sumarið 2025: Ólöf Vala Heimisdóttir og Þórunn Sturludóttir Schacht
Umsóknareyðublað vegna starfs við vinnuskólann má finna hér fyrir neðan. Athugið að foreldri/forráðamaður þarf að fylla út umsóknina með barni sínu og hefur starfsmaður Flóahrepps samband við foreldri til að staðfesta starf við vinnuskólann.
Umsóknum skal skila með því að fylla inn í umsóknarformið hér að neðan fyrir 16. maí.
Laun vinnuskóla Flóahrepps sumarið 2025:
Unglingar 13 ára (2012) 1.311 kr. pr. klst
Unglingar 14 ára (2011) 1.432 kr. pr. klst.
Unglingar 15 ára (2010) 1.542 kr. pr. klst.
Unglingar 16 ára (2009) 1.968 kr. pr. klst.
(Uppfært skv. launavísitölu 04.06.2024 sem er 1000,2)
Athugið að starfsemi vinnuskólans er ávallt háð því að verkstjórar/flokkstjórar fáist til starfa til að stýra vinnuskólanum.
*Ef foreldri/forráðamaður óskar eftir starfi fyrir ungling sem er með lögheimili utan Flóahrepps skal ósk um slíkt berast til sveitarstjóra sem tekur afstöðu til þeirrar beiðni hulda@floahreppur.is