Félagsmiðstöðin Zone

Félagsmiðstöðin Zone er staðsett í Þjórsárveri. Miðað er við að vera með opið hús fyrir ungmenni í 7.-10. bekk tvisvar sinnum í mánuði yfir veturinn ásamt nótt í féló reglulega.

Rútur ganga til og frá félagsmiðstöð þau kvöld sem opnun er og er hún gjaldfrjáls.

Félagsmiðstöðin sækir viðburði svo sem böll og söngvakeppnir og stendur fyrir ýmsum ferðum í samvinnu við félagasamtök þegar við á. Sem dæmi er farið í útivistarferð í samstarfi við Flóaskóla og íþrótta- æskulýðs og menningarnefnd Flóahrepps á hverju hausti og reynt er að fara í skíðaferð einu sinni að vetri. 

Starfsmenn:

Forstöðumaður félagsmiðstöðvar er Örvar Rafn Hlíðdal, orvar@floaskoli.is 

Aðrir starfsmenn veturinn 2022-2023 eru:

Kristín Lilja Sigurjónsdóttir

Ingibjörg Hugrún Jóhannesdóttir

 

Félagsmiðstöð, eins og við þekkjum hana í dag, er afdrep þar sem unglingar á aldrinum 10-16 ára geta varið frítíma sínum án áfengis og vímuefna. Hlutverk félagsmiðstöðva er að stuðla að jákvæðum þroska unglinga og gera þau sjálfstæðari, bæði í verki og félagslegum samskiptum og gera þau hæfari til að takast á við lífið. Í starfi félagsmiðstöðva er lögð áhersla á gildi forvarna, sköpunar og mismunandi tegunda náms. Starfsmenn félagsmiðstöðva tryggja að starfið sé faglegt og taki mið af uppeldisgildum frítímans.

Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna (1989) þarf að virða rétt allra barna 18 ára og yngri til tómstunda. Mikilvægt er að öllum sé veitt jöfn tækifæri til þátttöku í menningarlífi, listum og tómstundaiðju (Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, 1989).