Umhverfis- og samgöngunefnd

Umhverfis- og samgöngunefnd

Stjórnskipuleg staða

Nefndin heyrir undir sveitarstjórn og starfar í hennar umboði. Nefndin skal vera sveitarstjórn til ráðuneytis í umhverfis- samgöngumálum og vera til ráðgjafar um úrbætur og nýframkvæmdir í umferðar- og samgöngumálum. Nefndinni er einnig ætlað að hafa frumkvæði að tillögugerð á sviði umhverfis- og samgöngumála til sveitarstjórnar. Nefndin fer með hlutverk náttúruverndarnefndar skv. lögum um náttúruvernd nr. 60/2013.

Skipun nefndar

í umhverfis- og samgöngunefnd eiga sæti fimm fulltrúar sem sveitarstjórn kýs til fjögurra ára að afloknum sveitarstjórnarkosningum samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga. Á sama hátt eru kjörnir fimm fulltrúar til vara. Sveitarstjórn kýs formann nefndarinnar en á fyrsta fundi sínum kýs nefndin varaformann og ritara.

Sveitarstjóri getur setið fundi nefndar sé þess óskað eða þegar þurfa þykir með málfrelsi og tillögu rétt.

Hlutverk umhverfis- og samgöngunefndar

Nefndin hefur faglega umsjón með málefnum er varða umhverfis- og samgöngumál í sveitarfélaginu þ.m.t náttúruvernd. Nefndin skal starfa innan laga, reglugerða og samþykkta hverju sinni. Nefndin skal starfa í anda stefnu, framtíðarsýnar, hlutverka og gilda Flóahrepps með hliðsjón af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Erindisbréf nefndar má finna hér á síðunni. 

Hér má sjá fundargerðir umhverfis- og samgöngunefndar

4. fundur september 2023 - sækja á PDF formi

3. fundur apríl 2023 - sækja á PDF formi

2. fundur nóvember 2022 - sækja á PDF formi

1.fundur september 2022 - sækja á PDF formi