Sveitarstjóri

                                                Sveitarstjóri Flóahrepps kjörtímabilið 2022-2026 er Hulda Kristjánsdóttir. 

Hulda hefur undanfarin ár starfað sem rekstrarstjóri LAVA eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðvar Íslands ehf. og kom að uppbyggingu og rekstri fyrirtækisins frá opnun þess og til ársins 2022. Hún er með bs. gráðu í íþróttafræði og með kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi. Hún hefur stundað meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands og sótt námskeði á meistarastigi í stjórnun og rekstri við Háskólann á Akureyri. Frá árunum 2010 - 2017 starfaði hún sem aðstoðarskólastjóri í Flóaskóla. Hulda er búsett í Flóahreppi ásamt fjölskyldu sinni.

Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og hefur umsjón með daglegum rekstri sveitarfélagsins ásamt því að framfylgja þeim ákvörðunum sem sveitarstjórn tekur. Sveitarstjóri telst vera æðsti yfirmaður starfsmanna sveitarfélagsins, hefur prókúruumboð sveitarsjóðs og skrifar undir skjöl sem skuldbinda sveitarfélagið (t.d. við kaup og sölu fasteigna, lántökur, ábyrgðir o.s.frv.) í umboði sveitarstjórnar.

Netfang sveitarstjóra er: floahreppur@floahreppur.is 

Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Halakoti, 2023