Ungmennaráð

Ungmennaráð eru formleg ráð ungs fólks sem tjá sig sem fulltrúar ungmenna í samfélaginu. Auk þess að virka sem þrýstiafl, sinna ungmennaráð ýmsum sjálfstæðum störfum og geta unnið nauðsynlegar úrbætur í þeim málaflokkum sem þau telja mikilvæga.

Helsta starf ungmennaráða sveitarfélaga er að koma skoðunum sínum sem varða sveitarfélagið á framfæri, auk þess að vera vettvangur þar sem ungmenni geta haft áhrif á þau málefni sem þau telja mikilvæg. Ungmennin sjálf velja sín málefni sem þau vilja kljást við hverju sinni. Mikilvægt er að gæta að fjölbreytileika innan ungmennaráða sveitarfélaganna svo að rödd allra hópa innan sveitarfélagsins heyrist.