Ýmis félagasamtök

Í Flóahreppi starfa þrjú kvenfélög og eru þau öll virk í starfsemi og mannúðarmálum.

Félögin eru: Kvenfélag Hraungerðishrepps, Kvenfélag Villingaholtshrepps og Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps. Kvenfélögin hafa alla tíð látið nærsamfélagið skipta mestu máli og verið þáttakendur í 17. júní-hátíðarhöldunum, vorhátíðinni Fjör í Flóa og einu sinni á ári bjóða kvenfélögin öllum eldri borgurum Flóahrepps í dagsferð.

Kvenfélögin þrjú standa fyrir handverksbasar annað hvert ár þar sem allur ágóði fer í fyrirfram ákveðið málefni, nú síðast til tækjakaupa í sjúkrabíla HSU. Til þess að geta sinnt þessum verkefnum aflar félögin fjár með ýmsum hætti s.s. veitingasölu, dúkaleigu o.fl. Auk þessa tak akonurnar þátt í verkefnum Sambands sunnlenskra kvenna og Kvenfélagasambands Íslands.

Það er skemmtilegt og gefandi að starfa í kvenfélagi þar sem samheldni og samstaða ríkir og allir stefna að því sama þar sem mannauðurinn fær að njóta styrkleika sinna. Nýjar konur eru ávallt velkomnar!