Byggðasamlög og samstarf

Flóahreppur er aðili að eftirtöldum byggðarsamlögum.


Umhverfis- og Tæknisvið Uppsveita
, er byggðasamlag sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps sem hefur það hlutverk að annast lögbundin verkefni byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa auk verkefna sem varða umhverfis- og tæknimál. Heimasíða: Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita

Skóla- og Velferðarþjónusta Árnesþings, Skólaþjónusta er annars vegar til stuðnings við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra og hins vegar stuðnings við starfsemi skóla og starfsfólk þeirra. Uppsveitir Árnessýslu, Flóahreppur, Hveragerði og Ölfus hafa sameinast um að reka sameiginlega félagsþjónustu sem ber nafnið Velferðarþjónusta Árnesþings. Heimasíða: Skóla- og velferðaþjónusta Árnesþings.

Brunavarnir Árnessýslu, Flóahreppur er aðili að Brunavörnum Árnessýslu. Heimasíða: Brunavarnir Árnessýslu.

Héraðsnefnd Árnesinga, Byggðarsamlagið Héraðsnefnd Árnesinga var stofnað 1. Janúar 2013. Stofnendur eru öll sveitarfélögin í Árnessýslu (Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur, Ölfus, Árborg og Hveragerði). Verkefni byggðasamlagsins er að annast yfirstjórn og rekstur eftirtalinna stofnana fyrir hönd sveitarfélaga sem aðilar eru að byggðasamlaginu. Þær eru: Listasafn Árnesinga, Byggðasafn Árnesinga, Héraðsskjalasafn Árnesinga, Tónlistarskóli Árnesinga, Almannavarnir Árnessýslu og Brunavarnir Árnessýslu. Fulltrúa eiga öll sveitarfélögin en síðan er sér framkvæmdarstjórn yfir héraðsnefndinni og sér stjórn yfir söfnunum. Heimasíða: Héraðsnefnd Árnesinga

Listasafn Árnesinga, er í eigu Héraðsnefndar Árnesinga bs, en öll sveitarfélögin í Árnessýslu eiga aðild að henni. Þau eru Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerði, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg og Sveitarfélagið Ölfus. Heimasíða: Listasafn Árnesinga.

Byggðasafn Árnesinga, Byggðasafn Árnesinga er í eigu Héraðsnefndar Árnesinga bs og hefur aðsetur á Eyrarbakka og rekur þar byggðasafn. Safninu er auk þess heimilt að vera með sýningar og aðra starfsemi á fleiri stöðum í Árnessýslu. Heimasíða: Byggðasafn Árnesinga.

Héraðsskjalasafn Árnesinga, Hlutverk Héraðsskjalasafns Árnesinga er í meginatriðum tvíþætt. Skjalasafninu ber að varðveita skjöl sveitarfélaga sýslunnar, bæði hinna fornu hreppa, sem voru 18, og þeirra átta sveitarfélaga sem nú eru til staðar. En sveitarfélögum og undirstofnunum þeirra ber skylda til að afhenda safninu skjalasöfn sín. Skjalasafnið hefur eftirlitsskyldu gagnvart sveitarfélögunum og vinnur náið með starfsfólki sveitarfélagana að því að gera skjalavörslu þeirra öruggari, skilvirkari og ódýrari. Þetta er stjórnsýslulegt hlutverk skjalasafnsins. Þá ber skjalasafninu að varðveita og efla þekkingu á sögu Árnessýslu. Skjalasöfn félaga, fyrirtækja og ekki síst einstaklinga varpa ljósi á ýmsa þætti í sögu sýslunnar. Skjalasafnið tekur við einkaskjalasöfnum, skráir og tryggir aðgengi almennings að skjalasöfnunum. Þetta er hið menningarlega hlutverk skjalasafnsins. Heimasíða: Héraðsskjalasafn Árnesinga.

SASS, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga er öflugur samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi. Megin starfsemi SASS felst í hagsmunagæslu fyrir íbúa og sveitarfélög á Suðurlandi. Heimasíða: Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga.

Bergrisinn bs. Sveitarfélögin Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur, Hveragerði, Ölfus, Árborg, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur reka byggðasamlagið Bergrisann um málefni fatlaðs fólks.

Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Halakoti 2023