Aðgangur að sundstöðum í Árborg

Flóahreppur og sveitarfélagið Árborg hafa gert með sér samkomulag um aðgang að sundstöðum í Árborg fyrir íbúa með lögheimili í Flóahreppi þ.e. börn á aldrinum 10-17 ára og eldri borgara (67 ára og eldri). 

Börn, ungmenni og eldri borgarar sem hafa lögheimili í Flóahreppi fá aðgang að sundstöðum Árborgar á Selfossi og Stokkseyri með sömu skilmálum og ef þeir væru með lögheimili í Árborg þ.e. aðgang án endurgjalds. Það sama gildir um öryrkja og þá sem þiggja atvinnuleysisbætur. 

Sjá nánar hér til hliðar.