Þingborg

Félagsheimilin Þingborg og Félagslundur í Flóahreppi bjóða upp á ákjósanlega aðstöðu fyrir hvers kyns viðburði, s.s. veisluhöld, fundi, námskeið, ráðstefnuhald, ættarmót og aðra mannfagnaði. Einnig er hægt nýta sali félagsheimilanna til íþróttaiðkunar.

Félagsheimilin eru vel útbúin og vel staðsett í nágrenni Selfoss.

Pantanir hjá Ingibjörgu í síma 691-7082, einnig hægt að senda fyrirspurnir á thingborg@gmail.com


Félagsheimilið Þingborg er einstaklega vel í sveit sett við þjóðveg eitt, skammt austan við Selfoss.

Þingborg er ákjósanlegur staður til veisluhalda, ættamóta, funda, námskeiða, ráðstefnuhalds og annara mannfagnaða. Salurinn nýtist einnig vel fyrir ýmsa íþróttaiðkun.

Húsið er um 800 fermetrar að grunnfleti. Salurinn er liðlega 130 fermetrar. Fyrir norðurenda aðalsalarins er veitingasalur um 80 fermetrar. Er það ákjósanleg viðbót við salarkynni hússins og opnar fleiri möguleika við nýtingu þess. Samliggjandi við veitingasalinn er mjög vel búið eldhús. Aðalinngangur hússins er rúmgóður og gott aðgengi er fyrir hjólastóla.

Veislur í Þingborg

 • Góð aðstaða til veisluhalda af ýmsu tilefni ss afmæla, brúðkaupa, ferminga ofl.
 • Hentugt fyrir stóra hópa og litla, möguleiki að opna milli sala.
 • Þingborg tekur allt að 220 manns í sæti.
 • Húsið er staðsett við þjóðveg eitt, aðeins 8 km austan við Selfoss.
 • Gott hjólastólaaðgengi og rúmgott anddyri.
 • Leiksvið og hljóðkerfi er í húsinu.
 • Sjónvarpsmóttakari, skjávarpi og breiðtjald fyrir skemmtiefni og fræðslu.
 • Eldhús sem fullnægir þörfum færustu matreiðslumanna.
 • Margir möguleikar á veitingatilhögun í samráði við húsvörð.

 

Mynd: Ólafur Sigurjónsson

Íþróttaaðstaða
Salurinn er liðlega 130 fermetrar. Á gólfi salarins er íþróttadúkur sem hlaut viðurkenningu íþróttafulltrúa ríkisins. Salurinn nýtist fyrir flesta íþróttaiðkun. Ungmennafélagið Þjótandi er með íþróttaæfingar í Þingborg og Flóaskóli nýtir salinn fyrir íþróttakennslu. Salurinn er einnig leigður út til ýmissa hópa til íþróttaiðkunar s.s. til körfuboltaæfinga, badminton, blakæfinga, borðtennis, dansæfinga, jóga, leikfimi og margt fleira.

Þjónusta og afþreying

Í næsta umhverfi er óspillt náttúra með öllum sínum fjölbreytileika.
Hróarsholtslækur rennur austanvert með fjölskrúðugu fuglalífi. Hann er hluti af hinni frægu Flóaáveitu. Í Gömlu-Þingborg er starfrækt ullarvinnsla með frumvinnslu á íslenskri ull. Þar er einnig starfrækt verslun með ullarvörur og aðrar margvíslegar vistvænar og skemmtilegar vörur, sem gaman og fræðandi að skoða. Hraungerðiskirkja er í göngufæri, kirkjan á sér langa og merka sögu og er hin áhugaverðasta. Hér fyrir neðan má sjá mynd af Hraungerðiskirkju. Félagsheimilið Þingborg er aðeins 8 km frá Selfossi, því er stutt í alla þjónustu og verslun. Með ströndinni eru margvísleg söfn, sem áhugavert er að skoða í styttri ferðum.

 • Sjáum um kaffi á fundum.
 • Getum séð um / útvegað veitingar á stærri samkomum.
 • Hægt er að óska eftir gæslufólki til starfa á samkomum sé þess krafist.
 • Hægt er að aðstoða við að fá þjónustufólk til starfa í hverskonar veislum og mannfögnuðum.
 • Borðbúnaður er fyrir 220 manns.
 • Eldhús með stórum og góðum tækjum.
 • Dúkaleiga er á staðnum.
 • Við húsið eru tveir heitir pottar.

 

Gisting

 • Gisting fyrir stærri og minni hópa í svenpokaplássi.
 • Góðar sturtur og eldunarstaða á staðnum.
 • Gott hljóðkerfi, sjónvarpsmóttakari, skjávarpi og breiðtjald fyrir fræðslu – og skemmtiefni.
 • Sérstaklega góð aðstaða fyrir kóra til æfinga, píanó á staðnum og möguleiki á að skipta hópum upp til raddæfinga.
 • Einnig góð aðstaða fyrir leikhópa, stórt leiksvið og búningsaðstaða.
 • Gott tjaldstæði og leiktæki fyrir börn úti með aðgengi að góðri snyrtiaðstöðu og sturtum.
 • Tveir heitir pottar við húsvegginn.

 

Verið velkomin í Þingborg.