Skólastefna Flóahrepps

Skólastefna Flóahrepps

Á árinu 2020 var samþykkt ný framtíðarsýn og stefna Flóahrepps sem byggir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Með henni hefur Flóahreppur skilgreint hvaða heimsmarkmið sveitarfélagið ætlar að leggja áherslu á. Í stefnunni eru markmið og leiðir að markmiðum unnin með hliðsjón af undirmarkmiðum heimsmarkmiðanna og þeim áherslum sem sveitarfélagið hefur valið.

Framtíðarsýn Flóahrepps er að vera eftirsóknarvert sveitarfélag til búsetu þar sem atvinnulíf er fjölbreytt og framsækið og innviðir góðir. Sveitarfélagið er heilsueflandi, þjónustumiðað og umhverfisvænt samfélag með góða ímynd. Stefnuáherslur sveitarfélagsins taka mið af framtíðarsýninni og munu þær einnig birtast í öðrum stefnum sveitarfélagsins.


Í kjölfarið var hafist handa við undirbúning að mótun nýrrar skólastefnu í sama anda. Vinna við gerð skólastefnu Flóahrepps hófst á haustmánuðum árið 2020 og var hún samþykkt í sveitarstjórn á haustmánuðum 2021 og gildir hún til ársins 2025. Eva Magnúsdóttir, ráðgjafi og eigandi Podium ehf., leiddi vinnuna ásamt sveitarstjóra og sveitarstjórn.

Skólastefna Flóahrepps 2022-2025 styttri útgáfa

Skólastefna Flóahrepps 2022-2025 lengri útgáfa