Vetrarstarf Umf. Þjótanda 2025-2026
Æfingar fyrir 2.–4. bekk
Æfingar fyrir nemendur í 2.–4. bekk verða á föstudögum innan stundatöflu Flóaskóla. Þær hefjast að loknum hádegismat og standa til kl. 13:45.
Æfingarnar fara fram á íþróttasvæðinu við Flóaskóla í upphafi haustannar en flytjast inn í Félagslundi eða Þingborg þegar líða tekur á haustið. Auglýst betur síðar.
Möguleiki á þátttöku nemenda í 1. bekk fer eftir fjölda skráninga úr 2. – 4. bekk. Ef sá möguleiki opnast verður það auglýst sérstaklega síðar í haust.
Skráning fyrir veturinn þarf að berast fyrir 5. deptember á netfangið orvar@floaskoli.is
Fyrsta æfing verður föstudaginn 30. ágúst. Öllum velkomið að prófa að vera með.
Þjálfari: Örvar Rafn Hlíðdal.
Æfingar fyrir 5.-6. bekk
Æfingar fyrir 5.–6. bekk verða á miðvikudögum í vetur. Þær hefjast á útisvæðinu við Þingborg því ekki er hægt að vera inni í salnum vegna framkvæmda. Æfingarnar færast
sennilega tímabundið inn í Félagslund síðar í haust og verður það auglýst sérstaklega.
Rúta keyrir frá Flóaskóla kl 13:40 og æfingunni líkur kl 15:30. Foreldrar sækja í Þingborg eða Félagslund eftir því sem við á.
Þjálfarar eru þau Guðmunda Bríet Steindórsdóttir og Helgi Reynisson.
Fyrsta æfing verður 3.september.
Skráning þarf að berast fyrir fyrstu æfingu á netfangið gbriets@gmail.com svo hægt sé að skipuleggja akstur.
Æfingar fyrir 7.-10. bekk
Æfingar fyrir 7.-10. bekk verða á miðvikudögum frá 15:30-17:00. Þær hefjast á útisvæðinu við Þingborg en færast svo sennilega tímabundið inn í Félagslund þegar líður á haustið. Foreldrar keyra og sækja.
Þjálfari Guðmunda Bríet Steindórsdóttir.
Fyrsta æfing 3. september. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig á þessar æfingar.
Á Þjótandaæfingum verða stundaðar fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar í bland við leiki og frjálsar íþróttir. Foreldrar eru hvattir til að skiptast á um akstur til og frá æfingum.
Allar íþróttaæfingar Umf. Þjótanda eru gjaldfrjálsar, en foreldrar eru hvattir til að greiða árgjald félagsins þegar það verður innheimt.
Í vetur verða haldnir Héraðsleikar HSK og Aldursflokkamót HSK. Þetta eru skemmtileg mót þar sem margir íþróttagarpar hafa tekið sín fyrstu skref í keppni.
Umf Þjótandi stefnir á að mæta á þessi mót með öflugan keppendahóp að vanda.
Við hvetjum unga sem aldna til að taka þátt í starfi Umf Þjótanda og eru nýir félagsmenn alltaf velkomnir. Frekari upplýsingar um starf félagsins veitir Guðmund Bríet Steindórsdóttir, formaður á netfangið gbriets@gmail.com
Formaður:
Guðmunda Bríet Steindórsdóttir
Hrygg 2
S. 787-2806
Netfang: gbriets@gmail.com
Gjaldkeri:
Harpa Magnúsdóttir
Oddgeirshólum, Flóahreppi
S. 848 7713
Netfang: harmagnu@gmail.com
Ritari:
Sveinn Orri Einarsson
Egilsstaðakoti, Flóahreppi
Netfang: sveinn96orri@gmail.com
Varastjórn:
Örvar Rafn Hlíðdal og Hanna Dóra Höskuldsdóttir
Formaður skemmtinefndar: Freyja Kristín Guðjónsdóttir
Formaður Íþróttanefndar: Bryndís Eva Óskarsdóttir
Ritnefnd: Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir og Oddný Ása Ingjaldsdóttir
Formaður Einbúanefndar: Einar Magnússon