Snjómokstur og hálkuvarnir

Viðmiðunarreglur vegna snjómoksturs í Flóahreppi

 

Markmið Flóahrepps varðandi snjómokstur og hálkuvarnir eru að tryggja öryggi og færð fyrir skólaakstur þannig að börn komist í skólann á réttum tíma, að lágmarka óþægindi íbúa og fyrirtækja af völdum snjós og íss og að auðvelda íbúum að sækja vinnu og skóla.

 

Útboð Vegagerðarinnar og Flóahrepps á snjómokstri miðar við tímabilið 1. nóvember – 15. apríl ár hvert.

 

Að mokstri og hálkuvörnum loknum skulu vegir vera vel ökufærir fyrir vetrarbúnar bifreiðar og leitast skal við að áferð yfirborðsins sé þannig að vegfarendum stafi ekki hætta af.

 

Sveitarstjóri metur þörf á snjómokstri og hálkuvörnum í samráði við verktaka sem sinna snjómokstri í sveitarfélaginu og Vegagerðina. Viðkomandi hefur ekki upplýsingar um veður eða færð á öllum vegum en allir leggja sig fram um að hafa sem besta yfirsýn yfir verkefnið.

 

Mikilvægt er að þeim sem annast snjómokstur sé sýnd tillitssemi við störf sín. Þeir leggja á sig mikla vinnu, oft við erfiðar aðstæður, við að halda akstur- og gönguleiðum í sveitarfélaginu greiðfærum.

 

Íbúar skulu hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins varðandi allt sem viðkemur snjómokstri og/eða hálkuvörnum. Sveitarstjóri er tengiliður við íbúa og verktaka í snjómokstri.

Viðmiðunarreglur um snjómokstur í Flóahreppi

 

Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Halakoti 2023