Vinnudagur í skógræktarreitnum Skagási

Við hvetjum sem flest til þess að taka þátt í vinnudegi í skógræktarreitnum í Skagási sem skógræktarfélagið stendur fyrir.
 
Skógræktarreiturinn er mikið sóttur af íbúum og leikskólinn Krakkaborg og Flóaskóli sækja skóginn reglulega í samstarfsverkefninu Gullin í grenndinni.
 
Einn af þessum fallegu og skemmtilegu ævintýrastöðum sem finnast í Flóahreppi!