Umsóknir um hvatagreiðslur þurfa að berast fyrir 1. apríl 2024

Umsóknarfrestur vegna hvatagreiðslna að vori er til 1. apríl. Foreldrar/ forráðamenn barna á aldrinum frá og með 5 ára og að 18 ára aldri sem eiga lögheimili í Flóahreppi geta sótt um greiðslurnar. Einstaklingar sem eru orðnir 18 ára 1. apríl falla ekki undir greiðsurnar.

Athugið að ekki er hægt að sækja um aftur í tímann þ.e fyrir tímabil fyrir áramótin 2023-2024 og ekki er tekið við umsóknum eftir að umsóknarfrestur rennur út fyrir vorönn. 

Þeir sem sóttu um fyrir allt árið að hausti þurfa ekki að senda nýja umsókn þ.e ef upphæðin sem greidd var vegna íþrótta, lista og tómstundaiðkunar fyrir haust og vor var hærri en 60.000 kr þá þarf ekki að senda umsókn vegna vors.

 

Umsóknir og nánari reglur um hvatagreiðslur má nálgast hér: https://www.floahreppur.is/is/sveitin-okkar/ithrottir-og-utivist/hvatagreidslur