Tilkynning um verðkönnun - Snjómokstur

Mynd: ÓIÓ
Mynd: ÓIÓ

 

Snjómokstur á héraðsvegum, tengivegum og heimreiðum í Flóahreppi 2025-2028

 

Flóahreppur gerir hér með verðkönnun fyrir verkið:

 

Snjómokstur á héraðsvegum, tengivegum og heimreiðum í Flóahreppi 2025 – 2028

 

Verðkönnunargögn er eftirfarandi:

  • Hefti: Verðkönnunargögn, verklýsing og tilboðsskrá.

Hægt að nálgast útprentað á skrifstofu Flóahrepps eða óska eftir eintaki í tölvupósti á floahreppur@floahreppur.is frá og með 6. október 2025.

Um verðkönnuna gilda auk þess eftirtalin rit, sem verða hluti samnings:

  • ÍST20:2012 almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir.
  • Reglur um vinnusvæði: Gildandi útgáfa.
  • ÍST30:2012 er hægt að kaupa hjá staðlaráði Íslands.

 

Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar skulu berast til Flóahrepps, eigi síðar en 17. október 2025 á netfangið floahreppur@floahreppur.is

 

Tilboðum skal skilað í lokuðu umslagi merktu „tilboð til Flóahrepps“ fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 21. október 2025 og sama dag á sama stað verða tilboðin/verðkönnun opnuð kl. 16:15 að viðstöddum þeim, sem þess óska.

 

Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að semja við einn eða fleiri aðila, taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.