Frá þorrablótsnefnd 2026:
Þorrablótsnefnd vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi Þorrablóts Flóamanna sem haldið verður laugardaginn 7. febrúar í Þingborg.
Örfáir miðar eru enn lausir en miðasölu lýkur kl. 20:00 sunnudagskvöldið 1. febrúar. Hægt er að panta miða með tölvupósti á floablot@gmail.com eða með skilaboðum í síma 866-3245 (Hulda) eða 845-9719 (Hallfríður)
Afhending miða fer fram í Þingborg 1. febrúar milli 20:00-22:00 en einnig verður hægt að nálgast greidda miða við komu á þorrablótið. Miðaeigendur eru þó hvattir til að sækja miðana til að forðast biðraðir á blótinu.
Greiða þarf fyrir miða í síðasta lagi á hádegi mánudaginn 2. febrúar. Miðar fást ekki endurgreiddir. Ógreiddir miðar fara í sölu eftir þennan tíma.
Hægt er að greiða þegar miðar eru sóttir eða áður með millifærslu á reikning nr. 0133-15-006765 kt. 600606-1310 (Flóahreppur) en einnig verður tekið við pening.
Nefndin bendir á að ungmenni undir 18 ára eru á ábyrgð forráðamanna á þorrablótinu og mælist nefndin til þess að ungmenni undir 18 ára aldri séu farin heim eigi síðar en á miðnætti og á það undantekingalaust við um unglinga á grunnskólaaldri sem sitja borðhald og skemmtiatriði með forráðamönnum sínum.
Munum að skemmta okkur vel og fallega og sýnum þannig ungmennum okkar gott fordæmi.
Engin áfengissala verður á þorrablótinu sjálfu en opin sjoppa þar sem hægt verður að kaupa gos og sætindi.
HÚSIÐ OPNAR KL. 19:00
BORÐHALD HEFST KL. 20:00
MATUR FRÁ KJÖTBÚRINU
HLJÓMSVEITIN SVEITAMENN SÉR UM AÐ ALLIR SKEMMTI SÉR Á DANSGÓLFINU
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest - þið sem eigið eftir að tryggja ykkur mið skuluð hafa hraðar hendur!
Fylgist með fréttum og upplýsingum á facebook viðburði þorrablóts Flóamanna: https://fb.me/e/6EAMMELYs
Þorrablótsnefndin
