Stóri plokkdagurinn í dag!

Í dag er Stóri plokkdagurinn haldinn um allt land. 

Umhverfisnefnd Flóahrepps stendur fyrir Flóaplokki 2024 og hvetur íbúa og aðra áhugasama til þess að plokka í Flóahreppi. Það er af nægu að taka eftir veturinn og öll viljum við að sveitarfélagið okkar sé snyrtilegt og laust við fjúkandi rusl á víðavangi.

Hægt er að taka þátt í léttum leik með því að taka skemmtilega mynd af plokki og senda í skilaboðum á facebook síðu Flóahrepps, á netfangið floahreppur@floahreppur.is eða með því að setja myndina beint inn á viðburðinn "Flóaplokk 2024" á facebook. Verðlaun í boði fyrir flottustu myndina!

Hægt er að skilja eftir lokaða ruslapoka frá deginum við sorptunnurnar í Félagslundi og Þingborg og sjá starfsmenn sveitarfélagsins um að koma því á réttan stað. 

Tökum sem flest þátt í að fegra umhverfið á þessum fallega degi!