Á dögunum voru opnuð tilboð í snjómokstur á héraðs- og tengivegum og heimreiðum í Flóahreppi og vegna moksturs á plönum við stofnanir sveitarfélagsins.
Flóahreppur og Vegagerðin hafa nú gert samning við Þjótanda ehf. vegna snjómoksturs á héraðs- og tengivegum og í heimreiðamokstri fyrir árin 2025-2028.
Einnig var gengið frá samningi við Jón Valgeir ehf. vegna snjómoksturs og hálkuvarna á plönum við stofnanir sveitarfélagins veturinn 2025-2026.
Gert er ráð fyrir fyrsta snjómokstri seint í kvöld eða nótt vegna fyrsta snjós vetrarins.
Munum að fara varlega í umferðinni og gefum okkur aðeins lengri tíma til að fara á milli staða. Í dag er hált og snjóþekja á öllum vegum í Flóahreppi.