Snjómokstur 29.10.2025

Snjómokstur var í gangi í alla nótt í Flóahreppi og unnið er að því að klára mokstur.

Færð er almennt góð um allt sveitarfélagið og allir skólabílar komust leiðar sinnar í morgun. 

Unnið verður úr þeim athugaemdum sem hafa borist í góðri samvinnu við verktaka.

Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri