Skemmtiferð 60 ára og eldri í Flóahreppi

Íbúar í Flóahreppi sem eru 60 ára og eldri eru hvattir til að skrá sig í árlega skemmtiferð sem kvenfélögin í Flóahreppi standa fyrir þann 14. september.

Í ár verður farið um Flóann og víðar eða svokallaða Ásgrímsleið. Leiðsögumaður verður Hannes Stefánsson.

Rúta verður við Þingborg kl 13:00, við Þjórsárver kl. 13:15 og við Félagslund kl. 13:30

Þátttaka tilkynnist fyrir 13. september

Margrét í Gerðum: 864-1908

Sigríður Hallanda: 824-5598

Kristín á Hurðarbaki: 862-3417