Skautum saman á Þrettándanum!

Með aðstoð áhugasamra sjálfboðaliða er nú búið að útbúa frábært skautasvell á gervigrasvellinum við Flóaskóla.

Heilsueflandi samfélag í Flóahreppi og Ungmennaféagið Þjótandi standa fyrir skautafjöri á svellinu á þrettándanum, laugardaginn 6. janúar, kl. 13:00-15:00. Tónlist, kakó og útivist! Öll velkomin ekki nauðsynlegt að vera á skautum - bara mæta og hafa gaman saman!

Unnið hefur verið að því að útbúa gott svell frá því í kringum jólin og nú loks eru aðstæður þannig að svellið er nokkuð slétt og búið að moka af því snjó sem féll í dag. 

Brunavarnir Árnessýslu lánuðu okkur brunaslöngur til að tengja við brunahana, Jón Valgeir verktaki í vatnsveitunni og Kristinn í Vatnsholti komu og aðstoðuðu ásamt fleirum. 

Nýtum okkur svellið þangað til fer að rigna - Góð lýsing er á vellinum og því ekkert því til fyrirstöðu að mæta á kvöldin.