Sigurvegari í "Flóaplokk 2024"

"Fórna sér!"

Á vorhátíðinni Fjör í Flóa afhenti Helena Hólm úr umhverfis- og samgöngunefd Flóahrepps verðlaun fyrir myndasamkeppnina "Flóaplokk 2024".

Nefndin valdi myndina "Fórna sér!" sem sigurvegara í ár en á myndinni er Brynhildur Katrín Franzdóttir í Ölvisholti að plokka rusl og fórnar hún sér algjörlega í verkefnið! Það var móðir hannar Halla Kjartansdóttir sem tók myndina.

Fjölmargar skemmtilegar myndir bárust frá plokkdeginum.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir þátttökuna og það sem allir lögðu á sig við að fegra umhverfið okkar, bæði á plokkdeginum og á opnu hreinsunardögunum í lok maí.

Helena Hólm og Brynhildur Katrín með verðlaunin!