Samtal um aðgerðaáætlun ferðamála til 2030 - Fundir um allt land

Mynd: Ferðamálastofa
Mynd: Ferðamálastofa

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra býður til opinna umræðu- og kynningarfunda um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030.

Fundirnir eru haldnir víðs vegar á landinu og er dagskráin sem hér segir:

 
  • 14. febrúar á Akureyri (Hof) kl. 14:00
  • 15. febrúar á Sauðárkróki (Ljósheimar) kl. 15:00
  • 21. febrúar á Suðurlandi (Hótel Hvolsvöllur) kl. 14:00
  • 22. febrúar á Egilsstöðum (Hótel Hérað) kl. 14:00
  • 27. febrúar í Borgarnesi (Landnámssetrið) kl.14:00
  • 28. febrúar í Reykjavík kl. 15:00
  • 4. mars á Vestfjörðum (Edinborgarhúsið) kl. 13:00
  • 5. mars í Reykjanesbæ (Hljómahöll) kl. 13:00
  • 6. mars á Höfn í Hornafirði (Nýheimar)

Skráning

Drög að aðgerðaáætlun ferðamálastefnu 2030 voru unnin í víðtæku samráði stjórnvalda við fjölda hagaðila. Þau eru byggð á vinnu sjö starfshópa og stýrihóps og voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember á síðasta ári.

Ferðaþjónustuaðilar og áhugasöm um þróun ferðaþjónustunnar hjartanlega velkomin!


Sjá nánar á ferdamalastefna.is