Réttir 13. september

Mynd: Islandshestar.is
Mynd: Islandshestar.is

Réttað verður í Reykjaréttum laugnardaginn 13. september kl. 9:00.

 

Vegna fjárrétta má búast við umferðartöfum á Skeiðavegi (nr. 30), laugardaginn 13. september v. fjárrekstra úr réttum.

Vert er að benda á að réttarhelgina er mikil umferð ríðandi vegfarenda og því mikilvægt að allir fari varlega, bæði akandi, ríðandi og gangandi vegfarendur. 

 

Reykjaréttir eru skammt fyrir sunnan bæinn Reyki. Þær voru byggðar að stofni til árið 1881. Þar rétta Skeiða- og Flóamenn fé sínu.

Um langan aldur hafa Reykjaréttir verið einar fjárflestu réttir á Suðurlandi, en nú hefur fé heldur fækkað þótt fjöldi fólks sem sækir Reykjaréttir sé ennþá mikill.