Óskað eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2023

Menntaverðlaun Suðurlands verða  veitt í sextánda sinn í febrúar 2024 á árlegum hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands. Óskað er eftir tilnefningum til verðlaunanna, geta allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf tilnefnt til verðlaunanna. Allir þeir sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með einhverjum hætti geta hlotið verðlaunin.