Opin vika á gámasvæði hefst á morgun!

Ungir nemendur Krakkaborgar eru með flokkunina á hreinu!
Ungir nemendur Krakkaborgar eru með flokkunina á hreinu!

Við minnum á að gámasvæðið í Hrísmýri á Selfossi er opið íbúum Flóahrepps og atvinnurekendum í Flóahreppi í viku, frá og með morgundeginum 27. maí til og með laugardagsins 3. júní.

Það þarf því ekki að nota klippikortin en mikilvægt er að gera grein fyrir sér við komu á gámasvæðið. Að sýna klippikortið frá Flóahreppi er sem dæmi góð leið til þess að sýna fram á rétt sinn til að nota gámasvæðið sem fasteignaeigandi í Flóahreppi. 

Við biðjum alla um að flokka vel á rétta staði á gámasvæðinu og passa sérstaklega að hreint timbur, hreint plast, pappi, gler, málmar og spilliefni fari á rétta staði. Það skiptir miklu máli varðandi kostnað við afsetningu úrgangs að grófur úrgangur, litað timbur og almennur úrgangur sé í lágmarki.

Lykillinn í að halda niðri gjöldum á íbúa vegna losunar og meðhöndlunar úrgangs/sorps er að við leggjumst öll á eitt við að flokka vel og halda kostnaðarsamasta sorpinu sem við losum okkur við í lágmarki.