Næsti fundur sveitarstjórnar verður 8. apríl

Næsti fundur sveitarstjórnar Flóahrepps verður mánudaginn 8. apríl kl. 16:00 í Þingborg.

Í fundargerð 294. fundar sveitarstjórnar var bókað að næsti fundur yrði 9. apríl en vegna vorfundar Héraðsnefndar Árnesinga er gerð breyting á fundartímanum og er það auglýst hér með.

Efni fyrir fundinn þarf að berast í síðasta lagi kl. 12:00 föstudaginn 5. apríl.

Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri