Myndir frá aðventuhátíð Flóahrepps 2025

Fjölmennt var á Aðventuhátíð Flóahrepps sem haldin var í þriðja skipti fimmtudaginn 4. desember.

Gestir nutu fjölbreyttra atriða svo sem barnakóra, kirkjukóra, hljómsveitar, hljóðfæraleikara og dansara sem kom gestum í sannkallað jólaskap.

Ekki skemmdu jólaálfarnir og jólasveinninn fyrir og rjúkandi heitt kakó, kaffi og smákökur sem 10. bekkingar og kvenfélagskonur sáu um að gefa gestum hátíðarinnar.

Sandra Dís Sigurðardóttir tók myndir fyrir Flóahrepp á hátíðinni og eru myndirnar aðgengilegar hér:

Myndir frá Aðventuhátíð Flóahrepps 2025