Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir:
Fimmtudaginn 22. maí er stefnt á að malbika Suðurlandsveg og verður hringveginum lokað til austurs við Gaulverjabæjarveg.
Önnur akreinin verður malbikuð í einu og umferð á leið til vesturs ekur meðfram vinnusvæðinu.
Merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdri merkingaráætlun 8.0.84.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 06:00 til kl. 19:00 fimmtudaginn 22. maí.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.