Lífrænn úrgangur - ný karfa - nýir pokar

Mynd: Íslenska Gámafélagið - MatHilda ný karfa fyrir matarleyfar
Mynd: Íslenska Gámafélagið - MatHilda ný karfa fyrir matarleyfar

Frá áramótum tekur við ný meðferð á lífrænum eldhúsúrgangi og frá þeim tíma má ekki setja maíspoka í lífræna úrganginn. Ástæða þess er sú að lífræni úrgangurinn fer í moltugerð hjá Gas- og jarðgerðarstöð Gaju á Álfsnesi. Sú stöð tekur ekki við maíspokum þar sem þeir geta valdið vandræðum í vélbúnaði stöðvarinnar. 

Frá áramótum á því ekki að nota maíspokana fyrir lífrænan úrgang heldur eingöngu bréfpoka.

Allir íbúar sem eru með skráða tunnu fyrir lífrænt sorp við heimili geta nú nálgast nýja körfu og eitt búnt (80 stk) af bréfpokum á skrifstofu Flóahrepps.

Bréfpokarnir verða svo til sölu í helstu matvöruverslunum.