Lausar kennarastöður við Flóaskóla

Auglýst er eftir kennurum til starfa við Flóaskóla frá ágúst 2023.

Við Flóaskóla starfar öflugur og metnaðarfullur hópur fólks sem vinnur samhent að því að skapa jákvætt og uppbyggjandi vinnuumhverfi, hlúa vel að nemendum og stuðla að því að þeir nái að vaxa og dafna í námi og starfi. Í Flóaskóla leggjum við áherslu á einstaklingsmiðað nám, teymiskennslu og öfluga stoðþjónustu. Mikil áhersla er lögð á list- og verkgreinar. Við erum heilsueflandi grunnskóli og vinnum samkvæmt hugmyndafræði „Uppeldi til ábyrgðar“ og vinnum markvisst með samskipti og líðan nemenda. Auk þess er skólinn Unesco skóli og þátttakandi í Grænfánaverkefninu.

Lausar stöður:

  • Umsjónarkennarar á mið- og unglingastigi
  • Textíl
  • Tónmennt
  • Enska
  • Danska
  • Náttúrufræði
  • Upplýsinga- og tæknimennt
  • Sérkennsla

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir Gunnlaug Hartmannsdóttir, skólastjóri í síma 771-8342 og Sigrún Helgadóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 659-8942.

Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl 2023, ráðið verður í störfin frá 1. ágúst 2023. Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist á netfangið: gunnlaug@floaskoli.is.

 
Menntunar- og hæfniskröfur
Grunnskólakennari, uppeldismenntun eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi, leyfisbréf til kennslu, kennslureynsla æskileg
Skipulögð vinnubrögð og hæfni í samskiptum
Frumkvæði og vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi
Góð íslenskukunnátta og færni í upplýsinga- og tæknimennt
Þekking á „Uppeldi til ábyrgðar“ er æskileg
Áhugi á þróunarstarfi

 

Sjá nánar hér: https://alfred.is/starf/lausar-kennarastoedur-vid-floaskola