Íbúafundur vegna aðalskipulags Flóahrepps 2025-2037

Á 326. fundi sveitarstjórnar Flóahrepps samþykkti sveitarstjórn skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun Aðalskipulags Flóahrepps 2025-2037.

Fyrirtækið Landmótun vinnur að endurskoðun aðalskipulagsins ásamt sveitarstjórn og skipulagsfulltrúa.

Sveitarstjón boðar til opins íbúafundar vegna aðalskipulags Flóahrepps 2025-2037.

Fundurinn verður haldinn í FLÓASKÓLA 13. október kl. 20:00.

Hér má nálgast skipulags- og matslýsinguna sem sveitarstjórn samþykkti á dögunum og verður kynnt nánar á fundinum.

Skipulags- og matslýsing vegna aðalskipulags Flóahrepps

Sjá nánar auglýsingu hér að neðan.