Hver er staðan og hverjar eru þarfir bænda í Flóahreppi hvað varðar lífræna efnisstrauma og samsetningu þeirra til orkuframleiðslu?

Fljótshólar. Mynd SBS
Fljótshólar. Mynd SBS

Hver er staðan og hverjar eru þarfir bænda í Flóahreppi hvað varðar lífræna efnisstrauma og samsetningu þeirra til orkuframleiðslu?

Ef þú ert bóndi og hefur áhuga á að ræða þessi mál og fræðast meira í leiðinni þá er Orkídea að leita að þátttakendum í rýnihóp vegna nýsköpunarverkefnisins Value4Farm þar sem áherslan er á þróun og innleiðingu á lausnum til orkuframleiðslu í landbúnaði, með sérstaka áherslu á samhæfingu orku og fæðuframleiðslu.

Vinna rýnihópanna mun fara fram í janúar 2024 en nánari dagsetning verður tilkynnt síðar.

Áhugasamir geta sent póst á ingunn@hfsu.is og skráð sig til þátttöku.