Hreinsunarátak 2023

Árlegt hreinsunarátak verður með öðru sniði en verið hefur og helgast það fyrst og fremst af lagabreytingum í tengslum við „borgað
þegar hent er“ eða hringrásarhagkerfið.

Ekki verður áfram í boði að fá gáma heim á bæi á kostnað sveitarfélgasins líkt og fyrri ár en gámasvæðið okkar í Hrísmýri á Selfossi verður opið og gjaldfrjálst fyrir íbúa okkar í eina viku þ.e ekki þarf að nýta klippikortin þessa viku.


Hreinsunarátakið stendur yfir vikuna fyrir vorhátíðina okkar Fjör í Flóa eða dagana 27. maí – 3. júní, að báðum dögum meðtöldum.

 

Opnunatímar gámasvæðisins í Hrísmýri eru eftirfarandi:
Mánudaga – föstudaga: 13:00-17:00
Laugardaga: 13:00 – 16:00

Þjónusta á starfsstöð er eftirfarandi: almennt sorp, grófur úrgangur, hreint og litað timbur, pappi og pappír, plast, járn og málmar, spilliefni og steinefni.


Hafi íbúar áhuga á að panta til sín gáma á eigin vegum þá er hægt að hafa samband við ÍGF í síma 482- 3371 eða á netfangið igf@igf.is

 

Við hvetjum íbúa í sveitarfélaginu að taka til hendinni núna í maí og nýta sér gámasvæðið til að losna við úrgang sem fellur til utan hefðbundins heimilisúrgangs. Atvinnurekendur eru sérstaklega hvattir til þess að huga að lóðum sínum og fjarlægja lausafjármuni og úrgang af lóðum sínum.

Minnum einnig á grenndargámana fyrir gler og málma við Þingborg og Félagslund.