Fyrirhuguðum íbúafundi um atvinnustefnu frestað fram á haust

Sveitarfélögin Flóahreppur, Árborg og Hveragerði standa að gerð sameiginlegrar atvinnustefnu og stóð til að halda íbúafundi í öllum sveitarfélögum á vordögum.

Sveitarstjórn Flóahrepps gerði tillögu að fundartíma 13. júní.

Íbúafundi vegna atvinnustefnu er frestað fram á haust og verður auglýstur þegar nær dregur.