Mynd: Landsvirkjun
Hér má nálgast upplýsingar og fréttir frá Landsvirkjun vegna flutninga vindmylla í Vaðölduver en undirbúningur flutninganna stendur yfir og hefjast flutningar vorið 2026.
https://www.landsvirkjun.is/vadolduver/flutningar
Af upplýsingasíðu Landsvirkjunar:
- Flutningarnir verða í tveimur áföngum, árin 2026 og 2027, og taka um 6 til 8 vikur hvort skipti.
- Fyrirhugað er að fyrri áfangi flutninga hefjist í lok apríl / byrjun maí árið 2026.
- Seinni áfangi flutninga fer fram vorið 2027.
- Stefnt er á að flutt verði 6 daga vikunnar að nóttu til.
- Meðalhraði flutningslestar er áætlaður um 30 km/klst sem þýðir að ferðatími frá Þorlákshöfn í Vaðölduver verður yfirleitt 4–6 klukkustundir.
Flutningsleiðin er um 130 km og liggur um fimm sveitarfélög; Árborg, Ölfus, Flóahrepp, Ásahrepp og Rangárþing ytra.
Alls verða farnir um 350 stakir flutningar þar sem hver flutningslest getur orðið allt að 250 m löng í hvert skipti. Fyrir hverja vindmyllu þarf 13 leyfisskylda flutninga. Lokanir og hjáleiðir verða auglýstar sérstaklega þegar nær dregur.
Til þess að tryggja flutningsleiðina þurfum við að ráðast í framkvæmdir á ýmsum stöðum (sjá nánar hér: https://www.landsvirkjun.is/vadolduver/flutningar)
