Flóahreppur auglýsir eftir verktaka í snjómokstur og hálkuvarnir á bílaplönum við stofnanir sveitarfélagsins

Snjómokstur og hálkuvarnir á bílaplönum við húsnæði og stofnanir sveitarfélagsins veturinn 2025-2026.

Í verkinu felst að verktaki sinnir mokstri og hálkuvörnum á bílaplönum við Þingborg, leikskólann Krakkaborg, við Þjórsárver, Flóaskóla og Félagslund ásamt öðrum tilfallandi verkefnum við snjómokstur og hálkuvarnir innan sveitarfélagsins.

Miða skal við að plan við leikskóla, skrifstofur, skóla og Þjórsárver sé mokað fyrir kl 7:45 að morgni alla virkra daga sem mokað er og í samráði við sveitarstjóra ef viðburðir eru í húsunum aðra daga.

Fyrirspurnir og óskir um tilboðsform berist á netfangið floahreppur@floahreppur.is

Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi á skrifstofu Flóahrepps merktu ,,Snjómokstur og hálkuvarnir í Flóahreppi 2025-2026" fyrir kl.16:00 þriðjudaginn 21. október 2025. Sama dag verða tilboð/verðkönnun opnuð í Þingborg kl. 16:30 að viðstöddum þeim sem þess óska.

Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að semja við einn eða fleiri aðila, taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.