Auglýst er eftir AÐALBÓKARA á skrifstofu Flóahrepps

Flóahreppur óskar eftir að ráða ábyrgan aðila í starf aðalbókara.

 

Starfshlutfall getur verið allt að 100% og heyrir starfið undir sveitarstjóra.

 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið

  • Umsjón og vinna við bókhald sveitarfélagsins
  • Afstemmingar, uppgjör, frágangur, gagnavinnsla, upplýsingagjöf og skýrsluskil
  • Launavinnsla og aðkoma að jafnlaunavottun
  • Aðkoma að áætlanagerð
  • Önnur fjölbreytt verkefni í samráði við sveitarstjóra

 

Menntunar og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Haldbær þekking og reynsla af bókhaldsstörfum
  • Góð almenn tölvukunnátta, tæknilæsi og þekking á upplýsingatækni
  • Þekking á DK kostur
  • Nákvæmni, samviskusemi og skipulagshæfileikar
  • Hæfni til að greina gögn og upplýsingar
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Jákvæðni og hæfni til samstarfs og samskipta sem og lausnamiðuð hugsun
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi

 

Sótt er um starfið á www.mognum.is

 

Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is og Telma Eiðsdóttir; telma@mognum.is

 

Umsóknarfrestur er til 17. september 2025

 

Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í haust eða eftir samkomulagi.

 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

 

Flóahreppur er falleg og friðsæl sveit á Suðurlandi sem nær yfir austanverðan Flóann og liggur á milli Þjórsár og Hvítár, rétt utan við Selfoss.

 

Sveitarfélagið hefur vaxið jafnt og þétt frá sameiningu þriggja hreppa árið 2006 og í dag eru íbúar um 750. Mikill áhugi er á svæðinu og mörg spennandi uppbyggingaverkefni framundan í þessu öfluga og kraftmikla samfélagi.

 

SÆKJA UM